Grænmetisræktun

Það er frekar auðvelt og mjög skemmtilegt að rækta sitt eigið grænmeti. Það er hægt að gera úti í garði eða inni í pottum eða litlum gróðurhúsum. Setti tvö gróðurhús með fræjum sem ég sáði fyrir rúmri viku út í glugga í gær og nú eru plönturnar farnar að þjóta upp. Eina lýsingin sem ég nota er dagsbirtan og svo lýsingin sem er hvort sem er á heimilinu. Það er mjög gaman að fylgjast með sprettunni og verður spennandi að smakka grænmetið á næstu vikum. Það er gott að sá í einn bakka í einu, til dæmis vikulega því þá er alltaf til nýtt og brakandi ferskt, lífrænt ræktað grænmeti.

 

 

 

Færðu inn athugasemd