Bananar

Myndaniðurstaða fyrir banana

 

Borða banana á hverjum degi. Þeir eru hollir og góðir og fljótlegt að taka utan af þeim. Það eru að minnsta kosti 20 góðar ástæður til það borða þá. Þýddi hér efni af enskri síðu til fróðleiks.

 1. Þeir eru frábært snakk.
 2. Þeir innihalda tryptophan sem breytist í serotonin í líkamanum en það er hamingjuboðefnið í heilanum.
 3. Það er gott að borða þá fyrir æfingu til að fá orku og halda jafnvægi á blóðsykrinum.
 4. Það er bæði kalk og magnesíum í banönum svo þeir geta unnið á móti vöðvakrampa.
 5. Þeir styrkja beinin.
 6. Bananar eru góðir til að minnka stress.
 7. Bananar draga úr bólgum, minnka líkur á sykursýki II, hjálpa við þyngdartap, styrkja taugakerfið og hjálpa til við myndun hvítra blókorna því þeir innihalda svo mikið af B-6 vítamíni.
 8. Það er járn í banönum svo þeir styrkja blóðið og vinna á móti blóðleysi.
 9. Það er hátt hlutfall af kalíum en lítið af salti og það stuðlar að lækkun á blóðþrýstingi og verndar gegn hjartaáfalli.
 10. Það er pektín í banönum sem er gott fyrir meltinguna og hreinsar eiturefni úr líkamanum.
 11. Bananar eru „prebiotic“ því þeir hvetja framleiðslu á góðum bakteríum í meltingarveginum og mynda meltingarensím.
 12. Trefjarnar í þeim hjálpa til við meltinguna.
 13. Þeir eru góðir við bakflæði.
 14. Þeir eru einu hráu ávextirnir sem fólk með magasár getur borðað.
 15. Bananar gera okkur klárari og hressari. Fáðu þér einn áður en þú ferð í próf!
 16. Það er mikið af andoxunarefnum í banönum.
 17. Bananar hafa jákvæð áhrif á blóðsykur.
 18. Bananar geta verið góðir við ógleði.
 19. Bananar geta lækkað líkamshita.
 20. Bananar eru sælgæti.

http://www.foodmatters.com/article/25-powerful-reasons-to-eat-bananas

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s